Krakkaráð ÞYKJÓ

Samtal og samstarf við börn

Regnhlífarheiti yfir allt samtal og samstarf ÞYKJÓ við börn.

Krakkaráð var stofnað sumarið 2021. Með stofnun þess vilja hönnuðir ÞYKJÓ heiðra 12. grein Barnasáttmálans sem hverfist um virðingu fyrir skoðunum barna og að fullorðnir eigi að hlusta og taka mark á þeim. Þetta er vettvangur sem er skapaður af hönnuðum til að leyfa röddum barna að heyrast og veita þeim farveg.

Í hugmynda- og þróunarferli ráðfæra hönnuðir sig við fjölbreyttan hóp sérfræðinga, allt frá líffræðingum til uppeldisfræðinga til handverksfólks. Krakkaráð er leið til að valdefla krakka sem minnstu en mikilvægustu sérfræðingana sem ÞYKJÓ vinnur með. Okkur fannst mikilvægt að hanna lógó fyrir Krakkaráð, sem eina af mörgum leiðum til að miðla sjónrænt að krakkar í Krakkaráði standa jafnfætis fullorðnum samstarfsaðilum hópsins.

Krakkaráð er síbreytilegt - enda er eðli barnæskunnar að vera tímabil sem líður hjá. Krakkar staldra við á leið sinni - sumir taka þátt í einu ÞYKJÓ verkefni, aðrir fleirum. Hópurinn er síbreytilegur hvað varðar stærð og aldursdreifingu, oft er um skóla- eða leikskólahópa að ræða, en einnig börn og fjölskyldur sem valin eru inn í rýnihópa. Við sjáum Krakkaráð líkt og kór, kórmeðlimir breytast, en það er vettvangur til að tjá sig og láta rödd sína heyrast.

31. gr. Barnasáttmálans:
Réttur barna til hvíldar, tómstunda og menningar.

1. Aðildarríki viðurkenna rétt barns til hvíldar og tómstunda, til að stunda leiki og skemmtanir sem hæfa aldri þess, og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum.

2. Aðildarríki skulu virða og efla rétt barns til að taka fullan þátt í menningar- og listalífi og skulu stuðla að því að viðeigandi og jöfn tækifæri séu veitt til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju.

Harpa

Sumarið 2021 komu 100 börn á aldrinum 5-7 ára í smiðjur hjá ÞYKJÓ og Vísindasmiðjunni í Hörpu Tónlistarhús, til að undirbúa hönnun nýs upplifunarrýmis fyrir börn í húsinu. Í smiðjunum var meðal annars leitað leiða til að miðla hljóðeðlisfræði, hvernig hljóðbylgjur hreyfa loftið og hvernig tónlist hreyfir við okkur. Hönnuðir hófum hugmyndaferlið á hugarflugi með krökkunum og saman létum við okkur dreyma um hvernig þetta rými ætti að verða. Samstarfið og samtalið við börnin er grunnurinn sem hönnunarvinna ÞYKJÓ fyrir Hljóðhimna byggði á í kjölfarið.

Harpa

Sumarið 2021 komu 100 börn á aldrinum 5-7 ára í smiðjur hjá ÞYKJÓ og Vísindasmiðjunni í Hörpu Tónlistarhús, til að undirbúa hönnun nýs upplifunarrýmis fyrir börn í húsinu. Í smiðjunum var meðal annars leitað leiða til að miðla hljóðeðlisfræði, hvernig hljóðbylgjur hreyfa loftið og hvernig tónlist hreyfir við okkur. Hönnuðir hófum hugmyndaferlið á hugarflugi með krökkunum og saman létum við okkur dreyma um hvernig þetta rými ætti að verða. Samstarfið og samtalið við börnin er grunnurinn sem hönnunarvinna ÞYKJÓ fyrir Hljóðhimna byggði á í kjölfarið.

Náttúrufræðistofa

Hönnuðir ÞYKJÓ hafa þróað aðferðina „horfum í gegnum þeirra augu - hlustum í gegnum þeirra eyru“ í sínu barnamenningarhönnunarferli. Vorið 2022 var þessari aðferð beitt við þróun á verkefninu Sjónarspil. Hópi 5-6 ára barna var boðið í vinnusmiðjur með ÞYKJÓ í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þar sátu hönnuðir með hópi barna og hlustuðu á frásögn líffræðinga með eyrum barnanna og skoðuðu safngripi með augum barna. Þau fengu tækifæri til að gefa sitt álit á grófum prótóýpum sem voru þróaðar áfram í kjölfarið út frá endurgjöf barnanna.

Náttúrufræðistofa

Hönnuðir ÞYKJÓ hafa þróað aðferðina „horfum í gegnum þeirra augu - hlustum í gegnum þeirra eyru“ í sínu barnamenningarhönnunarferli. Vorið 2022 var þessari aðferð beitt við þróun á verkefninu Sjónarspil. Hópi 5-6 ára barna var boðið í vinnusmiðjur með ÞYKJÓ í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þar sátu hönnuðir með hópi barna og hlustuðu á frásögn líffræðinga með eyrum barnanna og skoðuðu safngripi með augum barna. Þau fengu tækifæri til að gefa sitt álit á grófum prótóýpum sem voru þróaðar áfram í kjölfarið út frá endurgjöf barnanna.

Krakkaráð ÞYKJÓ

Samtal og samstarf við börn

Regnhlífarheiti yfir allt samtal og samstarf ÞYKJÓ við börn.

Krakkaráð var stofnað sumarið 2021. Með stofnun þess vilja hönnuðir ÞYKJÓ heiðra 12. grein Barnasáttmálans sem hverfist um virðingu fyrir skoðunum barna og að fullorðnir eigi að hlusta og taka mark á þeim. Þetta er vettvangur sem er skapaður af hönnuðum til að leyfa röddum barna að heyrast og veita þeim farveg.

Í hugmynda- og þróunarferli ráðfæra hönnuðir sig við fjölbreyttan hóp sérfræðinga, allt frá líffræðingum til uppeldisfræðinga til handverksfólks. Krakkaráð er leið til að valdefla krakka sem minnstu en mikilvægustu sérfræðingana sem ÞYKJÓ vinnur með. Okkur fannst mikilvægt að hanna lógó fyrir Krakkaráð, sem eina af mörgum leiðum til að miðla sjónrænt að krakkar í Krakkaráði standa jafnfætis fullorðnum samstarfsaðilum hópsins.

Krakkaráð er síbreytilegt - enda er eðli barnæskunnar að vera tímabil sem líður hjá. Krakkar staldra við á leið sinni - sumir taka þátt í einu ÞYKJÓ verkefni, aðrir fleirum. Hópurinn er síbreytilegur hvað varðar stærð og aldursdreifingu, oft er um skóla- eða leikskólahópa að ræða, en einnig börn og fjölskyldur sem valin eru inn í rýnihópa. Við sjáum Krakkaráð líkt og kór, kórmeðlimir breytast, en það er vettvangur til að tjá sig og láta rödd sína heyrast.

31. gr. Barnasáttmálans:
Réttur barna til hvíldar, tómstunda og menningar.

1. Aðildarríki viðurkenna rétt barns til hvíldar og tómstunda, til að stunda leiki og skemmtanir sem hæfa aldri þess, og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum.

2. Aðildarríki skulu virða og efla rétt barns til að taka fullan þátt í menningar- og listalífi og skulu stuðla að því að viðeigandi og jöfn tækifæri séu veitt til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju.

Harpa

Sumarið 2021 komu 100 börn á aldrinum 5-7 ára í smiðjur hjá ÞYKJÓ og Vísindasmiðjunni í Hörpu Tónlistarhús, til að undirbúa hönnun nýs upplifunarrýmis fyrir börn í húsinu. Í smiðjunum var meðal annars leitað leiða til að miðla hljóðeðlisfræði, hvernig hljóðbylgjur hreyfa loftið og hvernig tónlist hreyfir við okkur. Hönnuðir hófum hugmyndaferlið á hugarflugi með krökkunum og saman létum við okkur dreyma um hvernig þetta rými ætti að verða. Samstarfið og samtalið við börnin er grunnurinn sem hönnunarvinna ÞYKJÓ fyrir Hljóðhimna byggði á í kjölfarið.

Harpa

Sumarið 2021 komu 100 börn á aldrinum 5-7 ára í smiðjur hjá ÞYKJÓ og Vísindasmiðjunni í Hörpu Tónlistarhús, til að undirbúa hönnun nýs upplifunarrýmis fyrir börn í húsinu. Í smiðjunum var meðal annars leitað leiða til að miðla hljóðeðlisfræði, hvernig hljóðbylgjur hreyfa loftið og hvernig tónlist hreyfir við okkur. Hönnuðir hófum hugmyndaferlið á hugarflugi með krökkunum og saman létum við okkur dreyma um hvernig þetta rými ætti að verða. Samstarfið og samtalið við börnin er grunnurinn sem hönnunarvinna ÞYKJÓ fyrir Hljóðhimna byggði á í kjölfarið.

Náttúrufræðistofa

Hönnuðir ÞYKJÓ hafa þróað aðferðina „horfum í gegnum þeirra augu - hlustum í gegnum þeirra eyru“ í sínu barnamenningarhönnunarferli. Vorið 2022 var þessari aðferð beitt við þróun á verkefninu Sjónarspil. Hópi 5-6 ára barna var boðið í vinnusmiðjur með ÞYKJÓ í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þar sátu hönnuðir með hópi barna og hlustuðu á frásögn líffræðinga með eyrum barnanna og skoðuðu safngripi með augum barna. Þau fengu tækifæri til að gefa sitt álit á grófum prótóýpum sem voru þróaðar áfram í kjölfarið út frá endurgjöf barnanna.

Náttúrufræðistofa

Hönnuðir ÞYKJÓ hafa þróað aðferðina „horfum í gegnum þeirra augu - hlustum í gegnum þeirra eyru“ í sínu barnamenningarhönnunarferli. Vorið 2022 var þessari aðferð beitt við þróun á verkefninu Sjónarspil. Hópi 5-6 ára barna var boðið í vinnusmiðjur með ÞYKJÓ í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þar sátu hönnuðir með hópi barna og hlustuðu á frásögn líffræðinga með eyrum barnanna og skoðuðu safngripi með augum barna. Þau fengu tækifæri til að gefa sitt álit á grófum prótóýpum sem voru þróaðar áfram í kjölfarið út frá endurgjöf barnanna.