Sjónarspil
Vörulína
Sjónarspil er rannsóknarverkefni, listsmiðjur og upplifunarhönnun fyrir börn sem hverfist um sjónskynjun dýra og manna.
Hvernig sjá dýr öðruvísi en mannfólk? Hvaða liti greina þau? Skiptir máli hvar augun eru staðsett? Standa augun kannski á stilkum?
Hönnun Sjónarspils er innblásin af gömlum myndavélakössum, fyrstu tækninni sem var þróuð af manninum til að fanga sjónskynjun sína. Safngripirnir inni í kössunum flremur eru valdir úr safni Náttúrufræðistofu af hópum 5-6 ára barna af leikskólanum Marbakka.
Sjónarspil er vettvangur fyrir heimspekilegar samræður um ólík sjónarhorn og afstöðu til hlutanna. Það er æfing í samkennd og samlíðan með öðrum lífverum.
Í vinnuferlinu unnu hönnuðir ÞYKJÓ í samstarfi við líffræðinga Náttúrufræðistofu Kópavogs, vísindafólk Vísindasmiðju Háskóla Íslands og börnum á leikskólanum Marbakka.
Fiðrildi
Fiðrildi og ýmis önnur fljúgandi skordýr geta séð svokallað útfjólublátt ljós. Það er eins og spæjaraskrift - ekki allir geta lesið hana! Blóm geta sent fiðrildum og flugum leynimerki sem við mennirnir getum ekki séð. Í kjarna blómanna, þar sem frjókornin eru, finnast doppur sem endurkasta útfjólubláu ljósi - eins og flugbrautarljós virka fyrir flugvélar.
Fiðrildi
Fiðrildi og ýmis önnur fljúgandi skordýr geta séð svokallað útfjólublátt ljós. Það er eins og spæjaraskrift - ekki allir geta lesið hana! Blóm geta sent fiðrildum og flugum leynimerki sem við mennirnir getum ekki séð. Í kjarna blómanna, þar sem frjókornin eru, finnast doppur sem endurkasta útfjólubláu ljósi - eins og flugbrautarljós virka fyrir flugvélar.
Garðsnigill
Stundum segjum við ,,augun standa á stilkum” til að lýsa því þegar einhver er forvitinn eða hissa og með galopin augu. Garðsnigillinn er raunverulega með augun sín tvö á stilkum. Snigillinn sér afar óskýrt og getur ekki greint neina liti. Með augum sínum sér hann aðra snigla og hvort hann sé í hættu. Sjónin nægir honum til að greina himinn og jörð og rata í skjól.
Garðsnigill
Stundum segjum við ,,augun standa á stilkum” til að lýsa því þegar einhver er forvitinn eða hissa og með galopin augu. Garðsnigillinn er raunverulega með augun sín tvö á stilkum. Snigillinn sér afar óskýrt og getur ekki greint neina liti. Með augum sínum sér hann aðra snigla og hvort hann sé í hættu. Sjónin nægir honum til að greina himinn og jörð og rata í skjól.
Risasamlokuskel
Risasamlokuskelin dvelur kyrr inn á milli kóralla í kóralrifjum í sjónum. Hún er ekki bara með eitt auga og ekki bara tvö - hún notar nokkur hundruð augu til að sjá heiminn! Hún greinir mismunandi liti ljóss en sér óljóst, eiginlega er heimurinn hennar eins og abstrakt málverk. Augun eru staðsett nálægt brúnum skeljarinnar og skynja ef eitthvað hreyfist fyrir framan þau.
Risasamlokuskel
Risasamlokuskelin dvelur kyrr inn á milli kóralla í kóralrifjum í sjónum. Hún er ekki bara með eitt auga og ekki bara tvö - hún notar nokkur hundruð augu til að sjá heiminn! Hún greinir mismunandi liti ljóss en sér óljóst, eiginlega er heimurinn hennar eins og abstrakt málverk. Augun eru staðsett nálægt brúnum skeljarinnar og skynja ef eitthvað hreyfist fyrir framan þau.
Sjónarspil
Vörulína
Sjónarspil er rannsóknarverkefni, listsmiðjur og upplifunarhönnun fyrir börn sem hverfist um sjónskynjun dýra og manna.
Hvernig sjá dýr öðruvísi en mannfólk? Hvaða liti greina þau? Skiptir máli hvar augun eru staðsett? Standa augun kannski á stilkum?
Hönnun Sjónarspils er innblásin af gömlum myndavélakössum, fyrstu tækninni sem var þróuð af manninum til að fanga sjónskynjun sína. Safngripirnir inni í kössunum flremur eru valdir úr safni Náttúrufræðistofu af hópum 5-6 ára barna af leikskólanum Marbakka.
Sjónarspil er vettvangur fyrir heimspekilegar samræður um ólík sjónarhorn og afstöðu til hlutanna. Það er æfing í samkennd og samlíðan með öðrum lífverum.
Í vinnuferlinu unnu hönnuðir ÞYKJÓ í samstarfi við líffræðinga Náttúrufræðistofu Kópavogs, vísindafólk Vísindasmiðju Háskóla Íslands og börnum á leikskólanum Marbakka.
Fiðrildi
Fiðrildi og ýmis önnur fljúgandi skordýr geta séð svokallað útfjólublátt ljós. Það er eins og spæjaraskrift - ekki allir geta lesið hana! Blóm geta sent fiðrildum og flugum leynimerki sem við mennirnir getum ekki séð. Í kjarna blómanna, þar sem frjókornin eru, finnast doppur sem endurkasta útfjólubláu ljósi - eins og flugbrautarljós virka fyrir flugvélar.
Fiðrildi
Fiðrildi og ýmis önnur fljúgandi skordýr geta séð svokallað útfjólublátt ljós. Það er eins og spæjaraskrift - ekki allir geta lesið hana! Blóm geta sent fiðrildum og flugum leynimerki sem við mennirnir getum ekki séð. Í kjarna blómanna, þar sem frjókornin eru, finnast doppur sem endurkasta útfjólubláu ljósi - eins og flugbrautarljós virka fyrir flugvélar.
Garðsnigill
Stundum segjum við ,,augun standa á stilkum” til að lýsa því þegar einhver er forvitinn eða hissa og með galopin augu. Garðsnigillinn er raunverulega með augun sín tvö á stilkum. Snigillinn sér afar óskýrt og getur ekki greint neina liti. Með augum sínum sér hann aðra snigla og hvort hann sé í hættu. Sjónin nægir honum til að greina himinn og jörð og rata í skjól.
Garðsnigill
Stundum segjum við ,,augun standa á stilkum” til að lýsa því þegar einhver er forvitinn eða hissa og með galopin augu. Garðsnigillinn er raunverulega með augun sín tvö á stilkum. Snigillinn sér afar óskýrt og getur ekki greint neina liti. Með augum sínum sér hann aðra snigla og hvort hann sé í hættu. Sjónin nægir honum til að greina himinn og jörð og rata í skjól.
Risasamlokuskel
Risasamlokuskelin dvelur kyrr inn á milli kóralla í kóralrifjum í sjónum. Hún er ekki bara með eitt auga og ekki bara tvö - hún notar nokkur hundruð augu til að sjá heiminn! Hún greinir mismunandi liti ljóss en sér óljóst, eiginlega er heimurinn hennar eins og abstrakt málverk. Augun eru staðsett nálægt brúnum skeljarinnar og skynja ef eitthvað hreyfist fyrir framan þau.
Risasamlokuskel
Risasamlokuskelin dvelur kyrr inn á milli kóralla í kóralrifjum í sjónum. Hún er ekki bara með eitt auga og ekki bara tvö - hún notar nokkur hundruð augu til að sjá heiminn! Hún greinir mismunandi liti ljóss en sér óljóst, eiginlega er heimurinn hennar eins og abstrakt málverk. Augun eru staðsett nálægt brúnum skeljarinnar og skynja ef eitthvað hreyfist fyrir framan þau.